tisdag 24 januari 2012

Luleå ofl.

Hæ :)

Sorry með að ég hafi ekki bloggað í svolítinn tíma, er mjög óvön þessu og er ekki alltaf við internettengingu ;)
En s.s. það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég er byrjuð að æfa hjá skautafélaginu SASK sem er staðsett hérna í norðurhluta Stokkhólms á svipuðum stað og ég bý. Það eru svo miklu betri aðstæður fyrir skautaiðkendur hérna heldur en heima á Íslandi. Bara hugsandi það að heima eru aðeins þrjár skautahallir á öllu landinu, hérna er SASK klúbburinn með þrjár skautahallir undir sér, þannig það er nóg af ístíma handa öllum! ;) Er búin að kynnast nokkrum nýjum þar, mjög fínir þjálfarar, svo er ein stelpa sem er að æfa með mér sem er jafngömul mér sem er mjög næs. Ákvað svo að setja eina mynd af kvöldmatnum mínum einn daginn: kjötbúðingur, kartöflumús, grænar baunir og sinnep!


Um helgina fór ég til Luleå uppi í Norrbotten að dæma á skautamóti. Í flugvélinni kom ég auga á þessa auglýsingu, Ísland greinilega orðinn mega vinsæll rómantískur staður:


Gisti á hóteli í Luleå, herbergið var frekar næs, reyndar var endalaust af tækjum fyrir fólk í hjólastólum, veit ekki hvort það hafi verið einhver misskilningur þar á ferð eða hvort að þau vildu bara stjana extra vel við mig :) 



Þar var aðeins kaldara en í Stokkhólmi, kringum -5°C og snjór. Frekar fallegt samt, rölti aðeins um á föstudagskvöldinu í centruminu, það var hús útá miðju vatninu, frekar flippað


Sést illa, en þetta er hús útá miðju frosnu vatninu!


Þau eru þar með eina risastóra skautahöll sem inniheldur fjögur skautasvell! Við þurftum reyndar að vera við næststærsta svellið þar sem það var hokkýleikur á stóra svellinu. Hokkýliðin í Svíþjóð eru mjög góð, og norðurhlutinn eru ein af toppliðunum á landinu (Luleå og Skelefteå). Ég fór í einni pásunni minni og náði einum leik þar.
Skautahöllin
Stóra svellið!

Maður varð samt svo gegnfreðinn af því að sitja í kuldanum í svona langan tíma, var örugglega í allavega hálftíma í sturtu eftir dómgæsluna áður en ég náði að finna fyrir tánum mínum aftur!
Eftir mótið á sunnudeginum fórum við dómararnir yfir í eina af minni skautahöllunum til að sjá Alexander "Sasja" Majorov, sem er rússneskur strákur sem býr í Svíþjóð og er einn af efnilegustu ungu skauturum heims, lennti m.a. í 3. sæti á Junior Worlds 2011. Náði nokkrum myndböndum af honum þar sem má m.a. sjá 4falt toeloop, sporasamsetninguna hans ofl. léleg gæði samt þar sem þetta er á síma og tekið í gegnum gler langt í burtu ;)

Litli gæjinn í myndbandinu er litli bróðir Alexanders sem heitir Nikolaj og er í kringum 10 ára, hér er myndband af honum 2010 :

Hér er svo stutta prógrammið hjá Alexander Junior Worlds 2011: 


Í gær fór ég að þjálfa fyrir SASK klúbbinn í fyrsta skipti og var að þjálfa þar Miniorer stelpurnar (sirka á aldrinum 8-11 ára). Það var pínu erfitt þar sem ég kann ekki sænsku heitin á öllu þannig þjálfunin varð mestöll sýnikennsla hjá mér og þær að kenna mér sænsku, haha, það gekk samt bara mjög vel og ég held að þeim hafi líkað alveg ágætlega við mig. Fer aftur að þjálfa í dag, veit samt ekki hvaða level af skauturm það verður, það kemur bara í ljós. Gott að fá smá svona extra pening, er ekki ennþá komin með neina aðra vinnu en ég þarf að fara að redda því. Þjálfunin er þó betra en ekkert! :)
Er svo að fara að skrá mig í sænskunámskeið til að ná betri tökum á henni, er búin að ná henni fáranlega vel miðað við lítinn tíma en ekki nógu vel samt. Þannig ég ætla að skrá mig á námskeið til að reyna að fá meira flæði svo ég geti startað almennilegum samræðum við fólk :)


Skrifa meira seinna í vikunni. Hejdå <3

måndag 16 januari 2012

Tjena tjena :)

Er búin að vera að vinna í ferilskránni minni á sænsku og er loksins búin með hana með smá hjálp, ætlaði að nýta daginn í dag til að fara út og finna mér vinnu en ég sótti í staðinn bara um á netinu og ætla að kíkja út á morgun!
Í gær vaknaði ég snemma og fór á skauta í Grimsta Ishall sem er skautahöll nálægt mér. Það var mjög næs að geta skautað aðeins, ætla að sjá hvort ég geti nælt mér í einhverjar æfingar hjá SASK Konståkningsklubb sem æfa þar m.a.
Er búin að nýta tímann líka í að fara í göngutúra um Vällingby, mikið af ótrúlega fallegu skóglendi hérna. Tók nokkrar myndir í gær:




Þessir sætu stylltu sér saman upp fyrir myndavélina



Mér brá sjúklega þegar ég sá þetta fyrst! Hélt að þetta væru manneskjur, haha, held að þetta sé gert til að halda trjánum stabílum?...

Í dag fór ég í annan göngutúr með Amöndu sem býr með mér, hún er 21 árs og rosalega yndisleg stelpa, frekar fyndið að við komumst að því að við værum með sama áhuga á tónlist og bíómyndum. Hún er í elektró hljómsveit með bróður sínum sem heitir Aukra, getið séð eitt lagið þeirra hérna. Þau ætla að reyna að komast á Iceland Airwaves í ár, Amanda hefur einmitt verið að spá í að fara jafnvel í LHÍ, hún hefur mikinn áhuga á Íslandi!


Gerði mér svo lítið til og reddaði mér miða á JUSTICE sem eru að koma og spila hérna 2. mars!!! getekkibeðiiiið :D


Í kvöld er kósýkvöld hjá mér, ligg bara uppí sófa og horfi á sænska sjónvarpið, gengur betur með hverjum deginum! Eldaði mér dýrindis kvöldmat áðan: Eðal kjötbollur, kartöflumús, grænarbaunir, brúnsósa og sulta, mmmmmmmm..... <3


Pabbi ætlar að kíkja í heimsókn til mín þarnæstu helgi, það verður mjög næs, verð að reyna að kynna mér góða staði fyrir það svo ég geti sýnt honum eitthvað um og monntað mig aðeins af sænskunni minni!... hehehe
Á morgun er það svo vinnuleitin á fullu, búin að prenta ferilskránna mína út, ætla að reyna að vera komin með jobb fyrir næstu helgi, þótt það sé ansi ólíklegt, en maður má láta sig dreyma :D Næstu helgi fer ég svo til Luleå í Norður-Svíþjóð að dæma á skautamóti. Verður gaman að ferðast þangað, þar er víst allt á kafi í snjó, líklega svipað og aðstæðurnar eru á Íslandi í dag! :)

Hejdå!



lördag 14 januari 2012

Hejsan!

Nú er ég búin að koma mér almennilega fyrir í nýja herberginu mínu á Lyckselevägen 19 í Vällingby. Hér koma nokkrar myndir af íbúðinni:



Herbergið mitt


Stofan


Eldhúsið

Nýtti svo gærdaginn í það að sækja um personnummer, en ég fæ það ekki fyrr en eftir 2-4 vikur... en það verður bara að hafa það.
Gerði mín fyrstu stórinnkaup af matarvörum í gær og ætti núna að hafa mat fyrir næstu daga. Keypti fullt af bökuðum baunum, bara fyrir mömmu! <3


Í gær var föstudagur svo maður varð auðvitað að kíkja aðeins á bæjarlífið, reyndar erfitt núna þar sem ég þekki rosalega takmarkaðan fjölda af fólki, en það bætist vonandi bráðlega! Markus dró mig þó út í smá bjór sem var mjög næs, betra að þekkja fáa en enga! Það er svo allt öðruvísi að fara í bæinn í Stokkhólmi heldur en heima, bjórinn er reyndar dýr og flestir staðir eru bara opnir til 03:00... en bærinn er stútfullur og alltaf mikið í gangi! Er farin að skoða þessa síðu mjög mikið þar sem hún hentar mér mjög vel: www.gratisistockholm.se


Í dag fór ég í smá ferð í Vällingby centralið sem er sirka jafn stórt og centralið í Reykjavík. Ég sótti um nýtt símanúmer og ef þið viljið hafa samband við mig þá hringiði bara í: +46 70-944-55-25! ;)
Ég varð auðvitað líka að kíkja í H&M og versla smá! 70% afsláttur á flestu! :O (passði samt að spara, en það var erfitt...)


Núna er ég búin að vera að vinna í CV-inu mínu og gera það á sænsku með hjálp konunnar sem ég er að leigja hjá. Hún er rosalega yndæl og vill mjög mikið reyna að hjálpa mér (auðvitað vill hún að ég fái vinnu til að geta borgað leiguna!)

Ætlaði á skauta í dag en ætla frekar á morgun þegar ég get farið á almennilegt svell, eiginlega allt bara opið til kl. 14:00 þannig ég þarf að vakna snemma! Annars er allt óákveðið fyrir utan bara brjálaða vinnuleit framundan :)

Hejdå! :)

torsdag 12 januari 2012

Första två dagarna i Stockholm!

Hej alla!

Annar dagurinn í Svíþjóð hálfnaður og allt gengur rosalega vel!
Vaknaði um 4:30 í gær, 11. jan til að fara í rútuna út á völl vegna þess að færðin var ennþá aðeins of slæm til að mamma gæti skutlað mér. Var mjög fersk eftir lítinn svefn á Leifsstöð og fékk mér kaffibolla til að halda mér aðeins vakandi, uppfull af blöndu af spenningi og stressi! (vona að mamma sé ekki að deyja sjálf úr stressi, tókum mynd af okkur saman morguninn sem ég fór :))


Lennti svo í gær í Stokkhólmi um hádegisbil og fékk mér kaffi á rosa kósý kaffihúsi í Gamla Stan. Það var rosalega skrítið að koma útaf flugvellinum fyrst þar sem ég fór úr rokinu og kuldanum á Íslandi yfir í sól og 4°C í Stokkhólm. Ég hitti svo félaga minn Markus sem býr í Stokkhólmi og hann leyfði mér að krasha hjá honum, sem var mjög gott þar sem ég var ekki komin með neina íbúð. Ég var mjög þreytt eftir flugið þannig ég endaði á því að slaka á allan daginn.
Í dag fór ég að skoða íbúðir (eða herbergi í íbúðum) og nældi mér í eitt rosa næs herbergi í Vällingby, Stokkhólmi sem er sirka 20 min í lest frá Stockholm Central lestarstöðinni. Þetta er mjög kósý staðsetning, hálfra min labb að lestarstöð/strætóstöð, við hiðiná ræktinni og 2 min frá H&M = Perfect staður ! :D 


Flyt inn þangað á morgun, mjög stórt og rúmgott, stór gluggi, tveir fataskápar OG kommóða :) Hér eru tvær myndir:



Þetta er íbúð sem kona á aldri við mömmu á. Dóttir hennar sem er 21 árs á heima þarna með henni en hún er sjálf að leita sér að íbúð. Þær buðu mér í kaffi þegar ég kom og voru rosalega yndislegar, frekar fyndið að hún er einstæð móðir sem er listakona og starfar sem auglýsingahönnuður fyrir H&M, mér leið svolítið eins og ég hafi fundið sænsku útgáfuna af mömmu minni!

Sænskan gengur skítsæmilega, skil alveg þónokkuð er samt að halda smá aftur af mér að tala sjálf en þarf að fara að hætta því. 
Labbaði áðan í sirka klst um miðbæ Stokkhólms til að leita af Skatteverket til að ná mér í kennitölu (personnummer), hef eitthvað ruglast á götum og gafst upp á endanum, ætla að nýta morgundaginn í það, reyni að næla mér í sænskt símanúmer í leiðinni...


(litaði alveg sjálf!)

Vi ses :)