onsdag 22 februari 2012

Heimkoma eftir tvo daga!

Einn dagur í tvítugs afmælið mitt, þá er kominn tími á annað blogg.

Starfsprufan sem ég skrifaði um síðast, ég hætti við að fara í hana, þar sem það var of þröngur tími á milli hennar og dómgæslunnar sem ég var að vinna við í hinum enda borgarinnar, og svo hefði ég líka fengið í mesta lagi 2 klst svefn. En þetta er aukadjobb á bar fyrir veislur og hann ætlaði kannski að vera í bandi við mig seinna þegar þau eru með eitthvað stórt aftur. Það kemur bara í ljós.

Fór í fyrsta skiptið á skauta á útisvelli um daginn, hef einu sinni farið á tjörnina en það er allt önnur tilfinning. Þetta var risa svell úti á Östermalms IP, mjög gaman að prófa að fara á svona braut en því miður varð mjög hvasst eftir stuttan tíma, þannig það var mun erfiðara að skauta í eina áttina heldur en aðra, haha. Hér er ein mynd af torginu, reyndar var ís yfir öllu þegar ég fór þangað, líka miðjunni:



Annars er ég búin að vera á fullu að þjálfa hjá skautafélaginu SASK. Hélt m.a. fyrirlestur núna á sunnudaginn fyrir keppendur félagsins til að kynna fyrir þeim dómgæslusystemið sem er notað á keppnum. 


Á laugardaginn skellti ég mér á þorrablót Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Frekar fyndið að fara einn á eitthvað svona, en ég kynntist þónokkrum þarna, mestmegnis úr Félagi íslenskra Námsmanna í Stokkhólmi (FÍNS), sem voru næst mér í aldri og voru flestöll mjög næs. Maturinn var mjög góður, svo var auðvitað skolað niður hákarli og brennivíni og þónokkuð af hvítvíni drukkið. Síðan steig fyrsta hljómsveit kvöldisns á svið og ætlaði að taka nokkra íslenska slagara, en þar kom í verra þar sem söngvari hljómsveitarinnar kunni ekki textann eða laglínuna af lögunum, eða hvort hann hafi verið bara of drukkinn, það veit ég ekki. Seinna um kvöldið kom svo annað band sem var sænskt og þau tóku nokkra alþjóðlega slagara, hljómuðu mun betur en fyrra bandið. 
Þegar leið á kvöldið héldum við yngra fólkið þó niðrí bæinn en ég var ekki lengi útaf fyrirlestrinum sem ég var að halda daginn eftir. 



Í gær skellti ég mér í klippingu og ákvað að taka í burtu nokkra slitna enda svo tók ég mig til í gærkvöldi og setti dökkbrúnt skol í hárið á mér, það heppnaðist alveg ágætlega, er nokkuð sátt með útkomuna.

(er reyndar nývöknuð hérna en þið getið séð hárið :) )

Svo er afmæli á morgun, er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ætla líklegast bara að spinna svolítið eftir því sem tíminn líður. Svo ætlum ég og nokkrir félagar að fara út að borða um kvöldið, þannig það verður mjög næs.



Ég kem svo heim til Íslands á föstudaginn! víí, lendi um 3-4 leitið, og svo er það bara skemmtun í 5 daga :) hlakka rosa til að sjá alla aftur þótt ég sé nú ekki búin að vera í burtu það lengi, þá er alltaf gott að koma heim.


Sjáumst! <3

onsdag 8 februari 2012

Komin í SFI og á leiðinni í starfsprufu

Nú er loksins eitthvað almennilegt að gerast hjá mér. Er búin að skrá mig í sænskunámskeið SFI (sænska fyrir innflytjendur). Tók inntökupróf og fékk inn í kúrs fyrir lengst komna, fékk meira að segja "of gott fyrir SFI" í hlustunarkaflanum af inntökuprófinu! Og ef mér gengur vel þá get ég meira að segja unnið svokallaðann SFI bónus sem er allt að 12000 SEK!



Ég fékk símtal í gær frá veitingarstað í Sundbyberg og var boðuð í atvinnuviðtal í dag. Hann vill prófa mig sem barþjón hjá sér og ég er að fara í prufu næsta laugardag! vúhúú
Reyndar eitt pínu vesen, ég er að dæma líka næstu helgi og á að vera í prufunni frá ca. 21:30-03:30 og fer að dæma kl. 9:00 morguninn eftir... þannig bara lítill svefn og mikið kaffi framundan þessa helgi! Vona að það gangi vel :)

Sá um daginn skemmtilega skyrauglýsingu í sjónvarpinu og ákvað að prófa það fyrst það var komið á markaðinn hérna. Varð þó fyrir miklum vonbrigðum þar sem það sem ég hélt að væri skyr var í rauninni þunnt jógúrt með jarðaberjabitum! :(




Ætlaði að sækja um bankareikning um daginn en gat ekki sótt um hann nema ég kæmi með útprentaðann samning frá einhverju fyrirtæki um það að ég væri að vinna einhverstaðar. Þannig ég er enn að bíða eftir að formaður skautafélagsins sendi mér samninginn til þess að ég geti farið með hann í bankann... Þannig ég er ekki enn búin að geta fengið borgað fyrir neitt og það léttist í buddunni hvern dag sem líður.. Vona bara að ég muni eiga nóg fyrir einum öl eða svo á afmælinu mínu :)

Kem heim 24. febrúar og verð fram til 29. febrúar, þannig það eru bara um 2 vikur þangað til! víí, farin að sakna þess svolítið að geta knúsað mömmuna mína... 

Skrifa meira eftir helgi <3

torsdag 2 februari 2012

komin með kennitölu!

Netið er eitthvað búið að haga sér leiðinleg hérna síðustu daga þannig ég er ekki búin að komast í að skrifa neitt...
Síðustu helgi kom pabbi í heimsókn, það var mjög næs að hitta á hann, hef ekki hitt hann í langan tíma. Vorum á hóteli í Gamla Stan og skoðuðum okkur vel um í miðborginni, fórum á kaffihús, bari, í verslunarleiðangra og nutum okkar mjög vel :)
Hér koma nokkrar myndir: 


Pabbi á stóra markaðstorginu við Östermalmstorg, þar er hægt að kaupa allskonar osta, kjöt, fisk, bakkelsi og jafnvel er hægt að láta elda máltíð fyrir sig á staðnum! :)

eðalfiskur
í miðjunni er semla sem er aðeins fáanleg í febrúar, rjómabolla með vanillukremi, kardimommum ofl, mmmm :)


Þetta er í Nespresso búðinni í Stokkhólmi, lítur eiginlega út eins og banki þegar maður kemur inn í hana, maður tekur númer og svo er valið af barnum :D haha, svo var hægt að fá frían kaffibolla til að prófa :) mmmm


Svo varð ég að setja eina mynd af kalda


Pabbi fór svo á sunnudaginn heim aftur, en við erum í góðu sambandi. Var boðið í mat á sunnudagskvölið hjá Helgu og Snorra, frændfólki Emblu Hrannar sem búa í Stokkhólmi, og það var mjög yndislegt. Gott að geta hitt einhverja Íslendinga hérna. 
Var líka að skoða íslendingafélagið hérna í Stokkhólmi, þau eru með þorrablót einhverntíman á næstunni, kannski maður tékki á því til að kynnast íslendingunum sem lifa í nágrenninu, þótt ég vilji ekki hengja mig alveg við íslendingana, þarf að fara að kynnast fleiri svíjum...

Núna er búið að kólna rosalega í Stokkhólmi, allt á kafi í snjó og í kringum -10°C til -12°C... En það á víst að hlýna aftur í næstu viku.



Nú er kominn febrúar og tvítugsafmælið alveg að fara að renna upp, mamma, amma og afi hafa ákveðið að splæsa í mig ferð heim, þannig ég kem yfir á pólinn yfir fáeina daga í enda febrúar :D Verður næs að geta farið í fríhöfnina og keypt löglega ódýrt áfengi, haha, eina ástæðan fyrir því af hverju mann langar að verða tvítugur, nú fer maður bara að verða gamall...

En ég er komin með sænska kennitölu!! var að hringja niðureftir og það hefur verið eitthvað rugl í póstinum þar sem hún var tilbúin fyrir meira en viku síðan, þannig núna ætla ég út í bankann og stofna bankareikning! :D víí


Bæjóó