tisdag 24 januari 2012

Luleå ofl.

Hæ :)

Sorry með að ég hafi ekki bloggað í svolítinn tíma, er mjög óvön þessu og er ekki alltaf við internettengingu ;)
En s.s. það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég er byrjuð að æfa hjá skautafélaginu SASK sem er staðsett hérna í norðurhluta Stokkhólms á svipuðum stað og ég bý. Það eru svo miklu betri aðstæður fyrir skautaiðkendur hérna heldur en heima á Íslandi. Bara hugsandi það að heima eru aðeins þrjár skautahallir á öllu landinu, hérna er SASK klúbburinn með þrjár skautahallir undir sér, þannig það er nóg af ístíma handa öllum! ;) Er búin að kynnast nokkrum nýjum þar, mjög fínir þjálfarar, svo er ein stelpa sem er að æfa með mér sem er jafngömul mér sem er mjög næs. Ákvað svo að setja eina mynd af kvöldmatnum mínum einn daginn: kjötbúðingur, kartöflumús, grænar baunir og sinnep!


Um helgina fór ég til Luleå uppi í Norrbotten að dæma á skautamóti. Í flugvélinni kom ég auga á þessa auglýsingu, Ísland greinilega orðinn mega vinsæll rómantískur staður:


Gisti á hóteli í Luleå, herbergið var frekar næs, reyndar var endalaust af tækjum fyrir fólk í hjólastólum, veit ekki hvort það hafi verið einhver misskilningur þar á ferð eða hvort að þau vildu bara stjana extra vel við mig :) 



Þar var aðeins kaldara en í Stokkhólmi, kringum -5°C og snjór. Frekar fallegt samt, rölti aðeins um á föstudagskvöldinu í centruminu, það var hús útá miðju vatninu, frekar flippað


Sést illa, en þetta er hús útá miðju frosnu vatninu!


Þau eru þar með eina risastóra skautahöll sem inniheldur fjögur skautasvell! Við þurftum reyndar að vera við næststærsta svellið þar sem það var hokkýleikur á stóra svellinu. Hokkýliðin í Svíþjóð eru mjög góð, og norðurhlutinn eru ein af toppliðunum á landinu (Luleå og Skelefteå). Ég fór í einni pásunni minni og náði einum leik þar.
Skautahöllin
Stóra svellið!

Maður varð samt svo gegnfreðinn af því að sitja í kuldanum í svona langan tíma, var örugglega í allavega hálftíma í sturtu eftir dómgæsluna áður en ég náði að finna fyrir tánum mínum aftur!
Eftir mótið á sunnudeginum fórum við dómararnir yfir í eina af minni skautahöllunum til að sjá Alexander "Sasja" Majorov, sem er rússneskur strákur sem býr í Svíþjóð og er einn af efnilegustu ungu skauturum heims, lennti m.a. í 3. sæti á Junior Worlds 2011. Náði nokkrum myndböndum af honum þar sem má m.a. sjá 4falt toeloop, sporasamsetninguna hans ofl. léleg gæði samt þar sem þetta er á síma og tekið í gegnum gler langt í burtu ;)

Litli gæjinn í myndbandinu er litli bróðir Alexanders sem heitir Nikolaj og er í kringum 10 ára, hér er myndband af honum 2010 :

Hér er svo stutta prógrammið hjá Alexander Junior Worlds 2011: 


Í gær fór ég að þjálfa fyrir SASK klúbbinn í fyrsta skipti og var að þjálfa þar Miniorer stelpurnar (sirka á aldrinum 8-11 ára). Það var pínu erfitt þar sem ég kann ekki sænsku heitin á öllu þannig þjálfunin varð mestöll sýnikennsla hjá mér og þær að kenna mér sænsku, haha, það gekk samt bara mjög vel og ég held að þeim hafi líkað alveg ágætlega við mig. Fer aftur að þjálfa í dag, veit samt ekki hvaða level af skauturm það verður, það kemur bara í ljós. Gott að fá smá svona extra pening, er ekki ennþá komin með neina aðra vinnu en ég þarf að fara að redda því. Þjálfunin er þó betra en ekkert! :)
Er svo að fara að skrá mig í sænskunámskeið til að ná betri tökum á henni, er búin að ná henni fáranlega vel miðað við lítinn tíma en ekki nógu vel samt. Þannig ég ætla að skrá mig á námskeið til að reyna að fá meira flæði svo ég geti startað almennilegum samræðum við fólk :)


Skrifa meira seinna í vikunni. Hejdå <3

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar