torsdag 2 februari 2012

komin með kennitölu!

Netið er eitthvað búið að haga sér leiðinleg hérna síðustu daga þannig ég er ekki búin að komast í að skrifa neitt...
Síðustu helgi kom pabbi í heimsókn, það var mjög næs að hitta á hann, hef ekki hitt hann í langan tíma. Vorum á hóteli í Gamla Stan og skoðuðum okkur vel um í miðborginni, fórum á kaffihús, bari, í verslunarleiðangra og nutum okkar mjög vel :)
Hér koma nokkrar myndir: 


Pabbi á stóra markaðstorginu við Östermalmstorg, þar er hægt að kaupa allskonar osta, kjöt, fisk, bakkelsi og jafnvel er hægt að láta elda máltíð fyrir sig á staðnum! :)

eðalfiskur
í miðjunni er semla sem er aðeins fáanleg í febrúar, rjómabolla með vanillukremi, kardimommum ofl, mmmm :)


Þetta er í Nespresso búðinni í Stokkhólmi, lítur eiginlega út eins og banki þegar maður kemur inn í hana, maður tekur númer og svo er valið af barnum :D haha, svo var hægt að fá frían kaffibolla til að prófa :) mmmm


Svo varð ég að setja eina mynd af kalda


Pabbi fór svo á sunnudaginn heim aftur, en við erum í góðu sambandi. Var boðið í mat á sunnudagskvölið hjá Helgu og Snorra, frændfólki Emblu Hrannar sem búa í Stokkhólmi, og það var mjög yndislegt. Gott að geta hitt einhverja Íslendinga hérna. 
Var líka að skoða íslendingafélagið hérna í Stokkhólmi, þau eru með þorrablót einhverntíman á næstunni, kannski maður tékki á því til að kynnast íslendingunum sem lifa í nágrenninu, þótt ég vilji ekki hengja mig alveg við íslendingana, þarf að fara að kynnast fleiri svíjum...

Núna er búið að kólna rosalega í Stokkhólmi, allt á kafi í snjó og í kringum -10°C til -12°C... En það á víst að hlýna aftur í næstu viku.



Nú er kominn febrúar og tvítugsafmælið alveg að fara að renna upp, mamma, amma og afi hafa ákveðið að splæsa í mig ferð heim, þannig ég kem yfir á pólinn yfir fáeina daga í enda febrúar :D Verður næs að geta farið í fríhöfnina og keypt löglega ódýrt áfengi, haha, eina ástæðan fyrir því af hverju mann langar að verða tvítugur, nú fer maður bara að verða gamall...

En ég er komin með sænska kennitölu!! var að hringja niðureftir og það hefur verið eitthvað rugl í póstinum þar sem hún var tilbúin fyrir meira en viku síðan, þannig núna ætla ég út í bankann og stofna bankareikning! :D víí


Bæjóó





Inga kommentarer:

Skicka en kommentar