onsdag 22 februari 2012

Heimkoma eftir tvo daga!

Einn dagur í tvítugs afmælið mitt, þá er kominn tími á annað blogg.

Starfsprufan sem ég skrifaði um síðast, ég hætti við að fara í hana, þar sem það var of þröngur tími á milli hennar og dómgæslunnar sem ég var að vinna við í hinum enda borgarinnar, og svo hefði ég líka fengið í mesta lagi 2 klst svefn. En þetta er aukadjobb á bar fyrir veislur og hann ætlaði kannski að vera í bandi við mig seinna þegar þau eru með eitthvað stórt aftur. Það kemur bara í ljós.

Fór í fyrsta skiptið á skauta á útisvelli um daginn, hef einu sinni farið á tjörnina en það er allt önnur tilfinning. Þetta var risa svell úti á Östermalms IP, mjög gaman að prófa að fara á svona braut en því miður varð mjög hvasst eftir stuttan tíma, þannig það var mun erfiðara að skauta í eina áttina heldur en aðra, haha. Hér er ein mynd af torginu, reyndar var ís yfir öllu þegar ég fór þangað, líka miðjunni:



Annars er ég búin að vera á fullu að þjálfa hjá skautafélaginu SASK. Hélt m.a. fyrirlestur núna á sunnudaginn fyrir keppendur félagsins til að kynna fyrir þeim dómgæslusystemið sem er notað á keppnum. 


Á laugardaginn skellti ég mér á þorrablót Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Frekar fyndið að fara einn á eitthvað svona, en ég kynntist þónokkrum þarna, mestmegnis úr Félagi íslenskra Námsmanna í Stokkhólmi (FÍNS), sem voru næst mér í aldri og voru flestöll mjög næs. Maturinn var mjög góður, svo var auðvitað skolað niður hákarli og brennivíni og þónokkuð af hvítvíni drukkið. Síðan steig fyrsta hljómsveit kvöldisns á svið og ætlaði að taka nokkra íslenska slagara, en þar kom í verra þar sem söngvari hljómsveitarinnar kunni ekki textann eða laglínuna af lögunum, eða hvort hann hafi verið bara of drukkinn, það veit ég ekki. Seinna um kvöldið kom svo annað band sem var sænskt og þau tóku nokkra alþjóðlega slagara, hljómuðu mun betur en fyrra bandið. 
Þegar leið á kvöldið héldum við yngra fólkið þó niðrí bæinn en ég var ekki lengi útaf fyrirlestrinum sem ég var að halda daginn eftir. 



Í gær skellti ég mér í klippingu og ákvað að taka í burtu nokkra slitna enda svo tók ég mig til í gærkvöldi og setti dökkbrúnt skol í hárið á mér, það heppnaðist alveg ágætlega, er nokkuð sátt með útkomuna.

(er reyndar nývöknuð hérna en þið getið séð hárið :) )

Svo er afmæli á morgun, er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ætla líklegast bara að spinna svolítið eftir því sem tíminn líður. Svo ætlum ég og nokkrir félagar að fara út að borða um kvöldið, þannig það verður mjög næs.



Ég kem svo heim til Íslands á föstudaginn! víí, lendi um 3-4 leitið, og svo er það bara skemmtun í 5 daga :) hlakka rosa til að sjá alla aftur þótt ég sé nú ekki búin að vera í burtu það lengi, þá er alltaf gott að koma heim.


Sjáumst! <3

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar