onsdag 8 februari 2012

Komin í SFI og á leiðinni í starfsprufu

Nú er loksins eitthvað almennilegt að gerast hjá mér. Er búin að skrá mig í sænskunámskeið SFI (sænska fyrir innflytjendur). Tók inntökupróf og fékk inn í kúrs fyrir lengst komna, fékk meira að segja "of gott fyrir SFI" í hlustunarkaflanum af inntökuprófinu! Og ef mér gengur vel þá get ég meira að segja unnið svokallaðann SFI bónus sem er allt að 12000 SEK!



Ég fékk símtal í gær frá veitingarstað í Sundbyberg og var boðuð í atvinnuviðtal í dag. Hann vill prófa mig sem barþjón hjá sér og ég er að fara í prufu næsta laugardag! vúhúú
Reyndar eitt pínu vesen, ég er að dæma líka næstu helgi og á að vera í prufunni frá ca. 21:30-03:30 og fer að dæma kl. 9:00 morguninn eftir... þannig bara lítill svefn og mikið kaffi framundan þessa helgi! Vona að það gangi vel :)

Sá um daginn skemmtilega skyrauglýsingu í sjónvarpinu og ákvað að prófa það fyrst það var komið á markaðinn hérna. Varð þó fyrir miklum vonbrigðum þar sem það sem ég hélt að væri skyr var í rauninni þunnt jógúrt með jarðaberjabitum! :(




Ætlaði að sækja um bankareikning um daginn en gat ekki sótt um hann nema ég kæmi með útprentaðann samning frá einhverju fyrirtæki um það að ég væri að vinna einhverstaðar. Þannig ég er enn að bíða eftir að formaður skautafélagsins sendi mér samninginn til þess að ég geti farið með hann í bankann... Þannig ég er ekki enn búin að geta fengið borgað fyrir neitt og það léttist í buddunni hvern dag sem líður.. Vona bara að ég muni eiga nóg fyrir einum öl eða svo á afmælinu mínu :)

Kem heim 24. febrúar og verð fram til 29. febrúar, þannig það eru bara um 2 vikur þangað til! víí, farin að sakna þess svolítið að geta knúsað mömmuna mína... 

Skrifa meira eftir helgi <3

2 kommentarer:

  1. oh.... þetta finnst mér sko sætt elsku Huldubarnið mitt <3 Ég hlakka líka til að knús þig og fagna tugunum tveimur með þér :)

    SvaraRadera