torsdag 1 mars 2012

aftur til stokkhólms

Þá er maður kominn aftur út eftir æðislega helgi á Íslandi. 

Flaug heim um 7:40 leitið og lennti rétt fyrir 12 leitið. Úti var sól, heiðskýrt og 10°C, eitthvað til að bæta fyrir brottförina :)



Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í SFI sem að ég verð í næstum alla virka daga frá 8:30-12:00 í einhvern tíma, eða bara þangað til ég er tilbúin að fara í lokaprófið. Það var frekar næs, þetta var fólk allt frá sitthvoru landinu og á mismunandi aldri. Var mest að spjalla við eina ljúflega finnska stelpu sem var þarna og svo á ég eftir að kynnast fleirum. 



Annars er ekki neitt búið að gerast á þessum tvem dögum, nú er það bara læra og klára umsóknir fyrir háskóla :)

Sakna ykkar <3

1 kommentar:

  1. sakn líka - landið skalf í gær af söknuði - hörku kippir. knús og takk fyrir samveruna um helgina <3

    SvaraRadera