torsdag 22 mars 2012

marsblogg

Jæja hvað segiði tími fyrir blogg?

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér síðustu daga og nettengingin í húsinu þar sem ég bý er búin að vera hræðileg þannig ég hef ekki getað farið mikið á netið. 

Er búin að vera að dæma á skautamótum síðustu helgar. Dæmdi á Skate Malmö eina helgi og svo síðustu helgi í Boo, Nacka í Stokkhólmi. Á morgun er ég svo að fara að dæma á skautamóti í Mörrum.



Langmesti tíminn minn undanfarið er búinn að fara í það að vinna í portfoliomöppum sem ég er búin að vera að senda í listaháskóla bæði hérna úti og svo heima. Setti saman heimasíðu með verkunum mínum ef ykkur langar að tékka á því: www.wix.com/huldalif/huldalif



Næsta mánudag fer ég svo í starfsprufu á kaffihúsi niðrí bæ, verð að vinna í eldhúsinu við að gera sallöt og samlokur, sjáum hvernig það fer, ágætis vinnutími: 05:30-14:00 alla virka daga, þannig ég þarf að fara að læra að vakna snemma!

Allt er búið að ganga mjög vel í SFI, veit samt ekki hvenær ég á að taka prófið en það kemur í ljós seinna.    Er búin að kynnast fullt af mjög skemmtilegu fólki og við hittumst af og til einnig utan SFI.

Veðrið er búið að vera æðislegt hérna, búið að vera sól í næstum 2 vikur samfleygt, hitastigið fer bara aukandi og á að vera um 15°C á morgun, þannig góð helgi framundan. Næs að geta byrjað daginn á því að fara í göngutúr í sólskininu.

Reyni að skrifa oftar þegar það er meira að frétta af mér! <3 puss och kram

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar